Enski boltinn

Brendan Rodgers: Liverpool getur náð einu af fjórum efstu sætunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu í gær.
Martin Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu í gær. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur enn fulla trú á því að liðið geti tryggt sér Meistaradeildarsæti á þessu tímabili þrátt fyrir mikla erfiðleika á fyrri hluta tímabilsins. Liverpool náði 2-2 jafntefli á móti Arsenal í gær eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.

Liverpool er nú í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar níu stigum á eftir West Ham sem situr nú í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Getum við barist um eitt af fjórum efstu sætunum? Svarið er já, engin spurning. Það mikilvægast er að við erum farnir að fara í rétta átt," sagði Brendan Rodgers við BBC eftir leikinn í gær.

Liverpool náði að jafna á sjöundu mínútu í uppbótartíma þrátt fyrir að vera spila tíu á móti ellefu eftir að Fabio Borini fékk rauða spjaldið. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan.

„Það segir allt um styrk og karakter þessa liða að það skuli hafa komið til baka og jafnað metin manni færri. Þetta lið hefur hæfileikana til að vinna leiki alveg eins og þegar við unnum ellefu í röð á síðustu leiktíð. Slík sigurganga kemur þér fljótt upp töfluna," sagði Brendan Rodgers.

Brendan Rodgers var mjög ánægður með spilamennsku Liverpool-liðsins í gær.“Hægt og rólega erum við að komast á þann stall sem við viljum vera. Þetta var frábær frammistaða. Vonandi getum við orðið aftur liðið frá því í fyrra þegar Daniel Sturridge kemur til baka í janúar," sagði Rodgers.


Tengdar fréttir

Frammistaðan betri en í fyrra

Rodgers var himinlifandi eftir jafnteflið gegn Arsenal og segir að sitt lið hafi spilað betur í ár heldur en í fyrra þegar liðið skellti Arsenal 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×