Lífið

Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum lauk í gær með brekkusöng og flugeldasýningu. Talið er að tæplega fimmtán þúsund manns hafi verið komin saman í Herjólfsdal til að skemmta sér.

Ingólfur Þórarinsson leiddi sönginn og bauð aðeins upp á íslenskar dægurlagaperlur. Er hann hafði lokið sér af birtist maðurinn sem fann upp brekkusönginn, Árni Johnsen, og fór fyrir þjóðsöngnum. Að endingu söng Sverrir Bergmann Þjóðhátíðarlagið frá árinu 2012 en það heitir Þar sem hjartað slær. Um leið var kveikt á blysunum.

Brekkusöngurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni, FM957 og hér á Vísi. Viljirðu endurupplifa kvöldið geturðu horft á sönginn hér í heild sinni. Að auki fylgir með myndaveisla frá Óskari Friðrikssyni sem var í brekkunni og smellti myndum af fólki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×