FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:17

Gríđarmiklar sprengingar í vopnageymslu í austurhluta Úkraínu

FRÉTTIR

Breiđablik og ÍBV međ stórsigra

 
Íslenski boltinn
23:30 20. FEBRÚAR 2016
Fanndís og samherjar hennar gátu leyft sér ađ fagna í dag eftir stórsigur á Stjörnunni.
Fanndís og samherjar hennar gátu leyft sér ađ fagna í dag eftir stórsigur á Stjörnunni. VÍSIR/AUĐUNN
Anton Ingi Leifsson skrifar

Breiðablik og ÍBV unnu stórsigra í A-deild Lengjubikars kvenna í dag. Breiðablik vann 5-1 sigur á Stjörnunni og ÍBV skoraði sex gegn tveimur mörkum Fylkis.

Jóna Kristín Hauksdóttir kom Blikum yfir eftir tuttugu mínútur í Fífunni í dag og þær Arna Dís Arnþórsdóttir, Fjolla Shala og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir bættu allar við mörkum fyrir hlé.

4-0 í hálfleik og útlitið heldur betur dökkt fyrir Stjörnuna. Harpa Þorsteinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Stjörnuna á 62. mínútu, en Arna Dís Arnþórsdóttir gerði út um leikinn með öðru marki sínu og fimmta marki Blika á 65. mínútu.

Í Egilshöll pakkaði ÍBV Fylki saman. Ruth Þórðar Þórðardóttir kom þó Fylki yfir á 21. mínútu, en fyrir hlé skoraði ÍBV þrjú mörk. Shaneka Gordon (2 mörk) og Cloe Lacasse skoruðu og staðan 3-1 í hálfleik.

Hulda Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 56. mínútu, en Rebekah Bass skoraði tvö mörk og Shaneka Gordon eitt áður en yfir lauk. Þrenna hjá Shaneku og lokatölur 6-2 sigur ÍBV.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Breiđablik og ÍBV međ stórsigra
Fara efst