Innlent

Bréfamaraþon Amnesty á sunnudaginn

Bjarki Ármannsson skrifar
Gestir geta tendrað kerti í Ráðhúsinu, sem tákn um baráttu  fyrir betri heimi.
Gestir geta tendrað kerti í Ráðhúsinu, sem tákn um baráttu fyrir betri heimi. Mynd/Íslandsdeild Amnesty
Íslandsdeild Amnesty International og Reykjavíkurborg hleypa af stað árlegu bréfamaraþoni Amnesti næstkomandi sunnudag, þann 30. nóvember. Bréfamaraþonið mun fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja það formlega klukkan 18:00.

Á þessum árlega viðburði gefst gestum kostur á að skrifa undir aðgerðakort er varða tólf einstaklinga og hópa sem sætt hafa grófum mannréttindabrotum víða um heim og þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi landi að gera úrbætur.

Fólk víðsvegar um heiminn tekur þátt í bréfamaraþoni Amnesty en Íslendingar sendu í fyrra rúmlega fimmtíu þúsund bréf og kort, að því er segir í fréttatilkynningu samtakanna. Vonast er til að þátttakan verði ekki síðri í ár.

Ásamt því að skrifa undir bréfin geta gestir tendrað kerti í Ráðhúsinu, sem tákn um baráttu  fyrir betri heimi. Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur flytja tónlist, sem og kvennakórinn Vox feminae.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×