Viðskipti innlent

Bréf Nýherja halda áfram að hækka

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hlutabréf í Nýherja hafa hækkað um 26 prósent frá mánaðamótum.
Hlutabréf í Nýherja hafa hækkað um 26 prósent frá mánaðamótum. Vísir/GVA
Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja hækkuðu um 3,7 prósent í dag. Þau hafa því farið upp um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum eða síðan fyrirtækið birti uppgjör sitt fyrir 2016.

Bréf Marel hf. hækkuðu um 1,1 prósent í Kauphöllinni í dag og verslunarfyrirtækisins Haga um 0,9 prósent. Hlutir í Högum hafa aftur á móti lækkað í verði um sjö prósent á síðustu tíu dögum. Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi lækkaði um 3,6 prósent. Fasteignafélagið Reitir og olíufélögin N1 og Skeljungur fóru öll niður um rúmt eitt prósent. Þá lækkaði Icelandair Group um 0,9 prósent og hafa bréf flugfélagsins því fallið um 26 prósent frá mánaðamótum.


Tengdar fréttir

Helgi Magnússon í hóp stærstu hluthafa Nýherja

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með 1,3 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×