Erlent

Braut kynferðislega gegn krabbameinssjúkum börnum

Atli Ísleifsson skrifar
Lækninum, Myles Bradbury, var vísað úr starfi eftir að kvörtun barst í nóvember á síðasta ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lækninum, Myles Bradbury, var vísað úr starfi eftir að kvörtun barst í nóvember á síðasta ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikipedia
Breskur læknir hefur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn krabbameinssjúkum drengjum sem voru í meðferð hjá honum.

Í frétt BBC segir að Myles Bradbury, blóðsjúkdómalæknir við Addenbrooke-sjúkrahúsið í Cambridge, hafi brotið gegn fjölda drengja á aldrinum ellefu til fimmtán ára frá árinu 2009.

Hinn 41 árs Bradbury viðurkenndi fyrir dómi að hafa brotið 25 sinnum af sér, þar af að hafa ráðist kynferðislega gegn drengjunum og tekið rúmlega 16 þúsund myndir af þeim. Samkvæmt dómi þá snúa brotin að átján drengjum.

„Mér þykir það leitt,“ sagði Bradbury þegar hann yfirgaf dómshúsið í Cambridge, en dómari mun síðar taka ákvörðun um refsingu mannsins.

Bradbury var vísað úr starfi eftir að kvörtun barst í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×