Innlent

Braust inn í Læknamiðstöðina í Glæsibæ og sofnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.
Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag. Vísir/Vilhelm
Lögregla handtók karlmann á áttunda tímanum í morgun eftir að hann hafði brostist inn í Læknamiðstöðina í Glæsibæ. Starfsmaður hafði þá hringt í lögreglu eftir að hafa komið að manninum sofandi er hann mætti til vinnu.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og gisti nú í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður er líður á daginn.

Þá segir að reiðhjólamaður hafi slasast í austurbæ Kópavogs eftir að hafa fallið af hjóli sínu um klukkan níu í morgun. Ökumaður bíls hafði þá ekki virt gangbrautarrétt en meiðsli mannsins eru talin minniháttar.

Ennfremur segir að ökumaður sem lenti í árekstri í austurbæ Kópavogs upp úr klukkan tíu sé grunaður um að hafa verið undir áfengisáhrifum við aksturinn. Hann var handtekinn og færður til lögreglustöðvar í blóðsýnatöku.

Þá var tilkynnt um harðan árekstur við Krókháls klukkan 10:05, talsvert tjón á bifreiðum en engin slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×