Lífið

Brasse Brännström látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Brännström er helst minnst fyrir þátttöku sína í barnaþáttunum „Fem myror är fler än fyra elefanter“ frá áttunda áratugnum. Þeir eru enn sýndir í sænsku sjónvarpi.
Brännström er helst minnst fyrir þátttöku sína í barnaþáttunum „Fem myror är fler än fyra elefanter“ frá áttunda áratugnum. Þeir eru enn sýndir í sænsku sjónvarpi. Mynd/oppetarkiv.se
Sænski leikarinn og skemmtikrafturinn Lars Erik „Brasse“ Brännström er látinn.

Git Erixon, fyrrverandi eiginkona Brännström, staðfesti þetta í samtali við Aftonbladet fyrr í kvöld. Hann lést á heimili sínu í miðborg Stokkhólms fyrr í dag.

Brännström naut mikillar virðingar og var vinsæll í Svíþjóð og er helst minnst fyrir þátttöku sína í barnaþáttunum „Fem myror är fler än fyra elefanter“ frá áttunda áratugnum. Þar lék hann með þeim Eva Ramaeus og Magnus Härenstam, en þættirnir eru enn sýndir í sænsku sjónvarpi.

Brännström forðaðist þó sviðsljósið síðustu ár, en síðasta mynd hans, „Bäst före“, var frumsýnd á síðasta ári. Brännström varð 69 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×