Handbolti

Brassar unnu óvæntan sigur á Pólverjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sander Sagosen skorar hér í kvöld.
Sander Sagosen skorar hér í kvöld. vísir/epa
Brasila vann frábæran sigur á Pólverjum, 28-24, á HM í Frakklandi í handknattleik og er án efa um að ræða óvæntustu úrslit mótsins.

Frakkar byrjuðu mótið til að mynda með því að valta hreinlega yfir Brasilíu. Pólverjar hafa í gegnum árin verið virkilega sterk handboltaþjóð.

Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Pólverjum en Brassarnir voru mun betri í þeim síðari.

Jose Guilherme Toledo var frábær í liði Brasilíu og skoraði átta mörk. Pawel Paczkowski gerði sex mörk fyrir Pólverja.

Þá unnu Norðmenn fínan sigur á Rússum 28-24 en jafnt var í hálfleik 13-13.

Sander Sagosen gerði sex mörk fyrir Norðmenn en Igor Soroka var með átta fyrir Rússa. Norðmenn hafa unnið báða sína leiki, en Brassar eru óvænt komnir með tvö stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×