Fótbolti

Brasilía og Kólumbía spila góðgerðarleik fyrir Chapecoense

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar og félagar svöruðu kallinu og ætla að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldum hinna látnu.
Neymar og félagar svöruðu kallinu og ætla að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldum hinna látnu. vísir/getty
Búið er að setja á vináttulandsleik á milli Brasilíu og Kólumbíu í lok janúar þar sem allur ágóði mun renna til fjölskyldna fórnarlamba flugslyssins í Kólumbíu þar sem meirihluti leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense lést.

Talsmaður brasilíska knattspyrnusambandsins tilkynnti einnig að sambandið hefði ákveðið að styrkja Chapecoense um 165 milljónir króna.

Nítján leikmenn félagsins létust í flugslysinu en vélin hrapaði rétt fyrir utan Medellin í Kólumbíu. Þar var liðið á leið í undanúrslit í Copa Sudamericana. Keppni hefur verið hætt og Chapecoense var gefinn titillinn.

Leikurinn mun annað hvort fara fram á Maracana í Ríó eða á heimavelli Chapecoense. Rúmlega 50 þúsund sæta munur er á völlunum og því líklegra að leikið verði á Maracana.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Guð bjargaði syni mínum

Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×