Fótbolti

Brasilía kynnir nýjan þjálfara á þriðjudaginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eftirmaður Scolari er fundinn
Eftirmaður Scolari er fundinn vísir/getty
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það muni halda blaðamannafundi á þriðjudagskvöldið þar sem nýr þjálfari liðsins verður kynntur.

Luiz Felipe Scolari hætti með liðið eftir tapið gegn Hollandi um þriðja sætið á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Forráðamenn brasilíska sambandsins voru fljótir að bregðast við og eru tilbúnir að kynna nýja manninn til leiks.

Líklegast er talið að Dunga fyrrum fyrirliði liðsins og þjálfari liðsins á HM 2010 í Suður-Afríku verði ráðinn á nýjan leik en einnig hafa Muricy Ramalho þjálfari Sao Paulo og Tite þjálfari Corinthians verið orðaðir við starfið.

Brasilíska knattspyrnusambandið sem mun kynna nýja manninn til starfa í höfuðstöðvum sínum í Barra da Tijuca í Rio de Janerio hefur tilkynnt að ekki komi til greina að ráða erlendan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×