Erlent

Brak úr vélinni mögulega fundið

Gunnar Valþórsson skrifar
Aðstandendur þeirra sem um borð voru bíða, biðja og vona.
Aðstandendur þeirra sem um borð voru bíða, biðja og vona. ap
Flugmenn ástralskra leitarvéla sem þátt taka í leitinni að Airbus þotu AirAsia sem hvarf á Jövuhafi í gær telja sig hafa fundið brak í sjónum sem gæti verið úr vélinni.

Brakið sást á svæði þar sem líklegt er talið að vélin hafi hrapað og eru leitarhópar nú á leið á staðinn. 162 voru um borð í vélinni sem hvarf af ratsjám eftir að hafa lent í slæmu veðri skömmu eftir flugtak frá Surabayja í Indónesíu.

Forsvarsmaður björgunaraðgerðanna segir líklegast að brak vélarinnar QZ8501 sé nú að finna á hafsbotni og að kenningin byggi á hnitum vélarinnar þegar hún hvarf.

Vélin var af gerðinni Airbus A320-200 og var á leið til Singapúr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×