Erlent

Brak malasísku vélarinnar enn ófundið

vísir/afp
Hvorki gengur né rekur í leitinni að braki malasísku flugvélarinnar sem hvarf fyrir 44 dögum. Farið hefur verið yfir um helming þess svæðis sem talið er líklegt að vélin leynist.

Neðansjávardróni lauk sinni sjöundu eftirlitsferð í morgun án þess finna nokkuð tengt vélinni. Að auki taka ellefu herflugvélar og tólf skip þátt í leitinni.

Skipuleggjendur leitarinnar segjast hafa farið yfir um helming þess svæðis sem lagt var upp með að leita á. Svæðið er á miðju Indlandshafi. Skipuleggjendur segjast þó ekki geta fullyrt að þeir séu nokkru nær um að geta útskýrt afdrif vélarinnar.

Engar áætlanir eru þó uppi um að draga úr eða hætta leitinni. Með hverjum deginum sem líður dregur úr líkunum á að vélin finnist. Á meðan bíða ættingjar og vinir þeirra 239 sem voru um borð í vélinni með óþreyju eftir því að lausn finnist á þessu dularfulla máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×