Lífið

Bræðurnir í Rae Sremmurd versluðu í Kringlunni og borðuðu á Hananum: „Þeir voru mega næs“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkrar íslenskar vinkonur voru á staðnum.
Nokkrar íslenskar vinkonur voru á staðnum. vísir
Bræðurnir í hljómsveitinni Rae Sremmurd eru mættir til Íslands og ætla væntanlega að gera allt viðlaust í Laugarhöllinni í kvöld þegar tónleikar þeirra fara fram.

Þeir félagar voru mættir í Kringluna í dag og sáu viðstaddir þá versla heldur betur vel. Eftir það skelltu þeir sér á Hanann í Skeifunni og fengu sér að borða.

„Þeir voru mega næs,“ segir Hjördís sem var stödd á Hananum þegar þeir mættu.

Eins og áður segir fara tónleikar bræðranna fram í kvöld og mun landslið tónlistarmanna hita upp fyrir þá. Má þar nefna Retro Stefsson, Hermigervil, Friðrik Dór og Gísla Pálma.

Hér að neðan má sjá myndband sem náðist af þeim félögum fyrir utan Hanann.


Tengdar fréttir

Vatnsbyssur, smokkar og ostborgarar

Hljómsveitin Rae Sremmurd er með ansi forvitnilegar kröfur til tónleikahaldara. Lífið hefur undir höndum svo­kallaðan ræder-lista sem sveitin hefur sent tónleikahöldurum þar sem þeir hafa troðið upp að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×