Tónlist

Bræðurnir í Rae Sremmurd lofa stuði í höllinni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Meðlimir Rae Sremmurd lofar stuði í Laugardalshöll í næstu viku, þegar sveitin treður upp þar. Þetta má sjá og heyra í kveðju sem sveitin sendir Íslendingum. Hana má sjá hér að ofan.

Bandaríska hljómsveitin Rae Sremmurd er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og víðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar eru bræðurnir Khalif „Swae Lee“ Brown og Aaquil „Slim Jimmy“ Brown. Breiðskífa sveitarinnar Sremmlife, sem kom út í byrjun ársins, náði efsta sæti á bæði hiphop og RnB-listum Billboard. Vinsældir sveitarinnar eru ekki síst á netinu og því til staðfestingar má sjá að horft hefur verið á myndbönd sem sveitin hefur sent frá sér í tæplega 530 milljónir skipta á Youtube. Þær tölur ná einungis yfir þau myndbönd sem eru vistuð á síðu sveitarinnar, en ekki yfir myndbönd og lög sveitarinnar sem aðrir notendur senda inn. Fjöldi spilana á Spotify hleypur á tugum milljóna og er ljóst að sveitin er með þeim heitari um þessar mundir.


Tengdar fréttir

Bræðurnir í Rae Sremmurd troða upp í Laugardalshöll

Bræðurnir í rappsveitinni Rae Sremmurd njóta gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Plata sveitarinnar, SremmLife náði efsta sæti á tveimur Billboard-listum. Margar stórar íslenskar hljómsveitir koma fram sama kvöld í Laugardalshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×