Innlent

Bræður sátu saman í bæjarstjórn Akraness

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórður Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Þórður Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. vísir/aðsend
Síðasti fundur bæjarstjórnar Akraness á þessu ári var haldinn í dag, þann 19. desember.

Það vildi svo skemmtilega til að bræðurnir Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir tóku báðir sæti á fundinum en Þórður er varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jóhannes Karl fyrir Framsóknarflokkinn og frjálsa.

Bræðurnir eru landsþekktir knattspyrnumenn, Þórður hefur meðal annars spilað með Stoke City á Englandi, Bochum í Þýskalandi og Genk í Belgíu og Jóhannes Karl spilaði meðal annars með Leicester City og Aston Villa á Englandi og Real Betis á Spáni.  

Jóhannes Karl spilar nú með Fylki í Árbænum en Þórður starfar sem forstöðumaður viðskiptasviðs hjá Símanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×