Innlent

Bræður Pino komnir til Íslands

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tveir bræður Pino Becerra Bolanos sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í síðustu viku komu til landsins á mánudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá ræðisskrifstofu Spánar á Íslandi verður hún brennd hér á landi og jarðneskar leifar hennar fluttar af landi brott í lok vikunnar til Spánar.

Nauðsynlegt að er að tilskilin skjöl séu rétt útfyllt og fá bræðurnir aðstoð við þá vinnu. Ræðisskrifstofa Spánar er í stöðugu sambandi við bræðurna og þeir hafa rætt við Svein K. Rúnarsson, yfirlögregluþjón á Hvolsvelli en hann stýrir rannsókn málsins.

Kærasta konunnar, Ásta Stefánsdóttir, hefur enn ekki fundist. Dregið hefur verið úr leitinni þar til nýjar vísbendingar berast. Konurnar voru saman í sumarbústað í Fljótshlíð sem er í eigu fjölskyldu Ástu yfir Hvítasunnuhelgina. Þegar ekkert heyrðist í þeim eftir helgina var hafin leit og fannst Pino látin á þriðjudag. Enn hefur ekkert spurst til Ástu en fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu


Tengdar fréttir

Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart

Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum.

Leitin enn engan árangur borið

Leitað var til klukkan þrjú í nótt og voru fyrstu hópar aftur byrjaðir að leita klukkan átta í morgun.

Fótsporin ekki eftir Ástu

Rannsóknarlögreglumenn og fótsporasérfræðingar komust að því að spor eftir beran fót sem fundust í Fljótshlíð hafi ekki verið eftir íslensku konuna sem hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×