MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Bottas fljótastur á öđrum degi

 
Formúla 1
22:30 02. MARS 2016
Valtteri Bottas á Williams bílnum.
Valtteri Bottas á Williams bílnum. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotu fyrir Formúlu 1 tímabilið. Carlos Sainz ók lengst allra í dag, 166 hringi á Toro Rosso bílnum.

Lewis Hamilton á Mercedes varð annar fljótastur rúmum þriðjung úr sekúndu á eftir Bottas. Mercedes bíllinn fór 164 hringi í dag, 73 undir stjórn Hamilton en 91 í höndum Nico Rosberg. Rosberg varð níundi, rúmum þremur sekúndum á eftir Bottas.

Kevin Magnussen á Renault átti góðan dag, varð þriðji fljótastur ökumanna og fór 126 hringi.

Einu rauðu flaggi var veifað, það var þegar Marcus Ericsson á Sauber missti afturdekk undan bílnum.

Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði, næstum einni og hálfri sekúndu á eftir Bottas. Vettel ók 151 hring.

Haas liðið lenti í miklum vandræðum og komst aðeins einn hring á brautinni. Túrbínan var að valda liðinu vandræðum.

Æfingar halda áfram á morgun og Vísir hldur áfram að fylgjast með.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Bottas fljótastur á öđrum degi
Fara efst