Fótbolti

Botnliðið í Þýskalandi býður Obama á leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Darmstadt 98 er í vondum málum á botni þýsku úrvalsdeildarinnar.

Félagið býr hins vegar svo vel að eiga stuðningsmann sem var valdamesti maður heims í átta ár.

Útvarpsstöð í Darmstadt fór nýlega yfir alla þá sem Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgir á Twitter og komst að því að Darmstadt er eina fótboltaliðið sem hann fylgir.

Félagið sá sér leik á borði og bjó til myndband þar sem bandaríski landsliðsmaðurinn Terrence Boyd býður Obama velkominn á leik á Bollenfalltor, heimavelli Darmstadt.

„Við höfum heyrt að við séum eina evrópska fótboltaliðið sem þú fylgir á Twitter. Það er mikill heiður fyrir okkur,“ segir Boyd í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.

„Nú þegar þú hefur aðeins meiri tíma fyrir sjálfan þig viljum við bjóða þér á leik á Bollenfalltor. Við höfum líka útbúið treyju fyrir þig. Þannig við sjáumst á Bolle.“

Ekki er vitað hvort Obama hafi þekkst boðið en það væri vissulega skemmtilegt að sjá hann í stúkunni á Bollenfalltor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×