FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

Boston vann stórveldaslaginn | Myndbönd

 
Körfubolti
10:51 04. MARS 2017
Isiah Thomas var stigahćstur í jöfnu liđi Boston.
Isiah Thomas var stigahćstur í jöfnu liđi Boston. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Boston Celtics bar sigurorð af Los Angeles Lakers, 95-115, þegar gömlu stórveldin mættust í Staples Center.

Sex leikmenn Boston skoruðu 13 stig eða meira í leiknum í nótt. Isiah Thomas var þeirra stigahæstur með 18 stig en hann gaf einnig átta stoðsendingar.

Jordan Clarkson skoraði 20 stig fyrir Lakers sem hefur tapað sex leikjum í röð og vermir botnsætið í Vesturdeildinni.

Það var mikið skorað þegar Cleveland Cavaliers sótti Atlanta Hawks heim. Lokatölur 130-135, Cleveland í vil.

Kyrie Irving skoraði 43 stig og gaf níu stoðsendingar og LeBron James gerði 38 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Cleveland sem er á toppnum í Austurdeildinni.

Tim Hardaway yngri var stigahæstur í liði Atlanta með 36 stig en hann hitti úr 13 af 20 skotum sínum í leiknum.

Stórleikur Russells Westbrook dugði Oklahoma City Thunder ekki til sigurs gegn Phoenix Suns á útivelli. Lokatölur 118-111, Phoenix í vil.

Westbrook skoraði 48 stig, tók 17 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þetta var 25. leikurinn í vetur þar sem hann er með a.m.k. 30 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:
LA Lakers 95-115 Boston
Atlanta 130-135 Cleveland
Phoenix 118-111 Oklahoma
Philadelphia 105-102 NY Knicks
Washington 106-114 Toronto
Milwaukee 112-101 LA Clippers
New Orleans 98-101 San Antonio
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Boston vann stórveldaslaginn | Myndbönd
Fara efst