Sport

Boston Globe játaði ósigur Patriots

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brady kastaði frá sér í öðrum leikhluta og Robert Alford skoraði snertimark fyrir Atlanta. Forsíðumyndin sýnir Brady í grasinu eftir að honum mistókst að stöðva Alford.
Brady kastaði frá sér í öðrum leikhluta og Robert Alford skoraði snertimark fyrir Atlanta. Forsíðumyndin sýnir Brady í grasinu eftir að honum mistókst að stöðva Alford. Mynd/Twitter
Ein óvæntasta endurkoma íþróttasögunnar átti sér stað í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, aðfaranótt mánudags þegar New England Patriots hafði betur í framlengdum leik gegn Atlanta Falcons.

Fálkarnir frá Atlanta hófu leikinn af miklum krafti og voru með 28-3 forystu þegar þriðji leikhluti var hálfnaður.

Fæstir reiknuðu þá með því að það væri nokkur leið fyrir Tom Brady og félaga að komast aftur inn í leikinn. Það gerðist samt sem áður og Patriots kórónaði ótrúlega frammistöðu með því að tryggja sér sigur í framlengingu.

Boston Globe, stærsta daglaðið í heimabæ New England Patriots, sendi forsíðu á kvöldútgáfu sinni í prentun þegar staðan var 28-3 fyrir Falcons og útlitið dökkt.

Þannig var blaðið borið út í einhverjum tilvikum en ný og endurbætt forsíða fylgdi þeim útgáfum blaðsins sem fóru í prentun eftir að leiknum lauk.

Sjálfsagt er blaðið sem nokkrir heppnir áskrifendur fengu inn um lúguna til sín orðið að verðmætum safngrip.





NFL

Tengdar fréttir

Lék í auglýsingu með fimm hringa | Myndband

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var óhræddur við að taka upp auglýsingu fyrir Super Bowl þar sem hann var með fimm hringa en hann átti "aðeins“ fjóra fyrir leikinn nýliðna nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×