Enski boltinn

Bosníumaður til Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muhamed Besic er genginn í raðir Everton.
Muhamed Besic er genginn í raðir Everton. Vísir/Heimasíða Everton
Everton hefur fest kaup á Bosníumanninum Muhamed Besic frá Ferencvaros í Ungverjaland. Besic skrifaði undir fimm ára samning við Everton, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Besic, sem getur bæði spilað sem miðvörður og varnarsinnaður miðjumaður, er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann valdi hins vegar að spila fyrir Bosníu, þaðan sem foreldrar hans eru.

Hann hefur leikið tólf landsleiki fyrir Bosníu. Þrír þeirra voru á HM þar sem Besic þótti standa sig með miklum ágætum.

Roberto Martinez kvaðst ánægður með liðsstyrkinn:

„Muhamed er ungur leikmaður sem hefur tekið miklum framförum á síðustu árum. Hann sýndi á HM að hann er mjög þroskaður fótboltamaður, hann er með mikla yfirferð, mjög kraftmikill og tæknilega góður,“ sagði þjálfarinn í viðtali sem birtist á heimasíðu Everton.


Tengdar fréttir

Stoltur af þátttöku Everton

Roberto Martinez er stoltur af því þrír leikmenn frá Everton séu í enska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu.

Deulofeu valinn í spænska landsliðið

Gerard Deulofeu hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bólivíu í Sevilla 30. maí næstkomandi.

Martinez framlengdi til 2019

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, skrifaði undir nýjan langtímasamning við félagið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×