Körfubolti

Borås gekk vel með Jakob inn á vellinum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Andri Marinó
Borås Basket vann sannfærandi 31 stigs sigur á Malbas í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.  Þetta var svokallaður skyldusigur þar sem Malbas situr á botni deildarinnar með aðeins tvo sigra á öllu tímabilinu.

Jakob Sigurðarson skoraði 12 stig í leiknum auk þess að taka 3 fráköst, gefa 3 stoðsendingar og stela 2 boltum.

Jakob spilaði í 31 mínútu í leiknum og þann tíma vann Borås-liðið með 26 stigum.

Jakob hitti úr 3 af 11 þriggja stiga skotum sínum en allir liðsfélagar hans til saman skoruðu fjóra þrista.

Úrslitin voru nokkuð ljós frá byrjun því Borås van 32-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og svo með 22 stiga forystu í hálfleik, 51-29.

Borås Basket er í fjórða sæti deildarinnar en liðin fyrir ofan eru annaðhvort með mjög gott forskot eða eiga marga leiki inni eins og Södertälje Kings sem hefur spilað fimm leikjum færra en Borås.

Södertälje Kings er samt í 3. Sæti með tveimur stigum meira en Borås Basket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×