Fótbolti

Börsungar stöðvaðir í París

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Luiz fagnar marki sínu í kvöld.
David Luiz fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Barcelona fékk á sig sín fyrstu mörk á tímabilinu er liðið tapaði fyrir PSG í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 3-2.

Varnarmaðurinn David Luiz kom franska liðinu yfir strax á tíundu mínútu en aðeins mínútu síðar náði Barcelona að jafna metin eftir stórglæsilega sókn. Boltinn gekk hratt manna á milli en barst loks á Lionel Messi sem afgreiddi knöttinn í netið.

En heimamenn héldu áfram að sækja og uppskáru mark þegar að Marco Veratti skoraði með skalla eftir hornsprynu Thiago Motta.

Leikurinn róaðist eftir þessa frábæru byrjun en PSG virtist svo hafa gert út um leikinn á 54. mínútu er Blaise Matuidi skoraði eftir góða fyrirgjöf frá hægri, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Neymar minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar en nær komust Börsungar ekki.

Xavi Hernandez kom svo inn á fyrir Barcelona undir lok leiksins og spilaði þar með sinn 143. leik í Meistaradeild Evrópu - sem er met.

David Luiz kom PSG yfir á 10. mínútu: Lionel Messi skoraði fyrir Barcelona á 12. mínútu: Marco Veratti kom City í 2-1 forystu á 27. mínútu: Blaise Matuidi skoraði þriðja mark PSG á 54. mínútu: Neymar minnkaði muninn í 3-2 fyrir Barcelona á 56. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×