Fótbolti

Börsungar með sex stiga forskot í sögulegum leik Messi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tveir þriðju hlutar MSN skoraði í kvöld.
Tveir þriðju hlutar MSN skoraði í kvöld. vísir/getty
Barcelona vann nokkuð þægilegan sigur á Sporting Gíjon, 3-1, í lokaleik 24. umferðar spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu, en það var heldur betur sögulegt. Markið var það 300. sem Messi skorar í deildarkeppni á ferlinum.

Carlos Casto jafnaði óvænt metin fyrir heimamenn en Messi kom Barcelona aftur yfir á 31. mínútu og staðan í hálfleik, 2-1.

Luis Suárez brenndi af vítaspyrnu í seinni hálfleik á 62. mínútu en bætti upp fyrir það með þriðja marki Börsunga fimm mínútum síðar, 3-1.

Barcelona er með sex stiga forskot í spænsku 1. deildinni, en liðið er með 60 stig eftir 24 umferðir. Atlético Madríd er í öðru sæti með 54 stig og Real Madrid með 53 stig í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×