Enski boltinn

Börsungar með augastað á miðjumanni Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eriksen í leik með Tottenham fyrr á tímabilinu.
Eriksen í leik með Tottenham fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Enski miðillinn Mirror greinir frá því í blaði sínu um helgina að forráðamenn Barcelona séu með augastað á Christian Eriksen, miðjumanni Tottenham og danska landsliðsins.

Barcelona féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Juventus á dögunum en allt annað en sigur gegn Real Madrid í dag þýðir að spænski meistaratitillinn er úr sögunni fyrir meistarana.

Er danska miðjumanninum sem skrifaði undir nýjan samning hjá Tottenham fyrr á tímabilinu ætlað að koma með sköpunarhæfileika sína inn á miðju Barcelona til að aðstoða sóknarmennina.

Segir Mirror að Barcelona muni óska eftir því að fyrrum leikmaður liðsins og danska landsliðsins, Michael Laudrup muni ræða við Eriksen um kosti þess að leika fyrir spænska stórveldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×