Fótbolti

Börsungar aftur á toppinn eftir sigur í Katalóníuslagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez var heitur í kvöld.
Suárez var heitur í kvöld. vísir/getty
Luis Suárez skoraði tvívegis þegar Barcelona vann Katalóníuslaginn gegn Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 0-3, Barcelona í vil.

Með sigrinum endurheimtu Börsungar toppsæti deildarinnar. Barcelona og Real Madrid eru bæði með 81 stig en Börsungar eru ofar sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Real Madrid á enn leik til góða á Barcelona.

Staðan var markalaus í hálfleik í leiknum í kvöld en á 50. mínútu kom Suárez Barcelona yfir.

Ivan Rakitic bætti öðru marki við á 76. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Suárez sitt annað mark og gulltryggði sigur Barcelona.

Suárez er núna kominn með 26 mörk í spænsku deildinni. Hann er næstmarkahæstur á eftir samherja sínum, Lionel Messi, sem hefur skorað 33 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×