Viðskipti innlent

Borskipið komið til að hefja leitina í Hvalfirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Stórt borskip á vegum kanadíska olíufélagsins Sithaca sigldi nú undir kvöld úr Reykjavíkurhöfn og upp í Hvalfjörð þar sem eru að hefjast fyrstu boranir vegna olíuleitar við Ísland. Skipið kom inn til Reykjavíkur um miðjan dag til að áhafnaskipta, hafði þar stutt stopp, og sigldi svo aftur úr höfninni á sjötta tímanum í kvöld.  

Verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, Þórarinn Sveinn Arnarson, var í viðtali um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að rannsóknir á setlögum Hvalfjarðar hafi sýnt að þau eru afar spennandi. Lengi hafi verið vitað um gasuppstreymi þar, sem er vísbending um að olíulind geti leynst þar undir, en borskipinu er ætlað að kanna það.

Haustið 2013 fóru fram kjarnaboranir í Skjálfandaflóa en aðstæður þar eru taldar svipaðar og í Hvalfirði. Í viðtali við Þórarinn kom fram að borskipið myndi hefja boranir strax í kvöld, skammt undan Hvalfjarðareyri. Þar sem hver bordagur væri afar dýr á skipi sem þessu væri ætlunin að taka stuttan tíma í boranirnar.

Kristján Már Unnarsson

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×