Innlent

Börnum bjargað út um glugga

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldurinn var ekki mikill en hann lokaði útgönguleið úr kjallaranum.
Eldurinn var ekki mikill en hann lokaði útgönguleið úr kjallaranum. Vísir/Egill
Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Skeljatanga í Mosfellsbæ í nótt. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf fjögur í nótt. Leigubílsstjóri varð var við eldinn og hringdi hann á slökkviliðið. Eldurinn kom upp í skjólvegg utandyra. Hann varð ekki mikill en lokaði útgönguleið úr íbúð í húsinu.

Leigubílsstjórinn vakti húsráðanda. Þá tók hann á móti tveimur börnum út um glugga á íbúðinni, en faðir þeirra þurfti að hlaupa út í gegnum eldinn. Um er ræða einbýlishús með íbúð í kjallaranum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náði eldurinn lítillega inn um dyrnar sem faðirinn þurfti að hlaupa út um. Stutta stund tók að slökkva eldinn en aðeins þurfti að rífa klæðningu frá vegg.

Ýmislegt bendir til að um íkveikju sé að ræða.

Slökkvistörf tóku ekki langan tíma.Vísir/Egill
Eldurinn kom upp um hálf fjögur í nótt.Vísir/Egill
Um er að ræða einbýlishús með aukaíbúð í kjallara.V'isir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×