Innlent

Börnin smakka hákarl

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Um fyrsta dag Þorra segir að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin fari út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest sé að ræða.

Og það fengu leikskólabörn á Nóaborg að upplifa í dag þegar þau völdu sér kræsingar af dúkuðu hlaðborði - öll með víkingahjálma sem þau föndruðu í vikunni.

Börnin voru vel kunnug matnum og sum voru svo hugrökk að smakka hákarl en því fylgdi stórskemmtilegar andlitsgrettur. Skemmtilegustu viðbrögðin komu þó frá leikskólakennara frá Bretlandi eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×