Lífið

Börnin sáu Elsu í Frozen æla: Vill banna gæsa- og steggjahópa í miðbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/arnþór/HAG
„Ég var á labba á Laugarveginum á laugardaginn síðasta og labbaði frá Hlemmi alveg niður á Bankastræti,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM 957.

„Ég labbaði framhjá tveimur gæsunarhópum og einum steggjunarhóp og allir í þessum hópum áreittu mig. Ég ætla ekki að ganga alveg svo langt að þetta hafi verið kynferðisleg áreitni, en mig langar samt að segja já við því. Ein gæsin vildi kyssa mig á hálsinn, húð óð að mér alveg blindfull.“

Hann spyr hvort þetta sé ekki bara komið ágætt?

„Er ekki bara hægt að skella liðinu í eina þyrluferð og detta bara svo í það. Hættið að setja vinkonur ykkar í eitthvað túttupils og fylla hana upp á Laugarveginum. Það er mun sniðugara að panta bara typpamálarann og verið heima hjá ykkur, farið í þyrluferð eða út að borða. Mér finnst að þetta lið ætti ekki að mega vera niðrí bæ.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×