Erlent

Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra. Það varð til þess að börnin lokuðust inni og gátu ekki bjargað sér.

Ferjan sökk aðfaranótt miðvikudagsins í síðustu viku. Um borð í ferjunni voru aðallega menntaskólanemar á leið á eyjuna Jeju í frí með skólanum.

Kafarar hafa farið inn í ferjuna til að finna þá sem létust þegar ferjan sökk. Á líkum sumra barnanna má sjá brotna fingur. Þeir hafa líklega brotnað þegar börnin reyndu að klifra upp veggi á síðustu mínútum lífs síns í því skyni að reyna að bjarga lífi sínu.

Kafararnir þurfa að synda í gegnum kalt vatnið í dimmu. Þar fara þeir eftir göngum ferjunnar og inn í klefa til að finna líkin.

„Við erum þjálfaðir í viðsjárverðu umhverfi en það er erfitt að vera hugrakkur þegar maður sér líkin fljóta í dökku vatninu,“ sagði kafari í samtali við fréttastofu Reuters. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×