Innlent

Börn sáu blóðug hópslagsmál í Skeifunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í slagsmálum í Skeifunni í gær.
Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í slagsmálum í Skeifunni í gær. vísir/anton brink
Hátt í þrjátíu karlmenn tóku þátt í hópslagsmálum í Skeifunni í Reykjavík um kvöldmatarleyti í gær. Vopnum var beitt og voru mörg börn viðstödd, að því er segir á vef RÚV.

Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að fjórir karlmenn hefðu verið handteknir vegna slagsmálanna. Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og hamri og að þeir hafi verið vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Ríkisútvarpið hefur eftir sjónarvotti að um hafi verið að ræða hóp tuttugu til þrjátíu fullorðinna karlmanna. Margt fólk hafi verið í Skeifunni og mikil umferð, og að hræðilegt hafi verið að horfa upp á slagsmálin. Þá hafi mikið sést á mönnunum sem tóku þátt í þeim og að nokkrir þeirra hafi verið blóðugir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×