Lífið

Börn læra að gera tónlist í snjalltækjum

 Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík.
Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Vísir/Stefán
Dagana 9.-12.febrúar stendur Sónar Reykjavík fyrir námskeiði þar sem 48 börnum verður kennt að semja tónlist á snjalltæki.

„Það er nauðsynlegt að hátíðir eins og Sónar gefi eitthvað til baka. Við eigum að taka þátt í að búa til framtíðartónlistarmenn fyrir Ísland,“ segir Björn Steinbekk framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík.

Hann er að vonum spenntur fyrir námskeiðinu, enda hefur hann gengið með þessa hugmynd í maganum í tvö ár og er hún loksins núna að verða að veruleika. „Það verður æðislegt að vinna með krökkunum. Í dag þá eru þau mun minna að nota tölvurnar til tónlistarsköpunar, heldur nota þau snjallsímana og snjalltækin mun meira,“ segir hann.

Fullt er orðið á námskeiðið, en stefnt er að því að halda annað að ári. Leiðbeinendur verða þau Rúna Esradóttir og Björn Kristjánsson, tónlistarkennarar. „Við ætlum að fókusa á snjalltækin og kenna þeim á nokkur smáforrit sem eru öflug og góð til að vinna tónlist. Markmiðið er svo að leiðbeina þeim hvernig best sé að snúa sér í þessu og hvernig á að skapa sína eigin tónlist,“ segir Björn.

Námskeiðinu lýkur svo með tónliekum í Hörpunni 10. og 12.febrúar þar sem afraksturinn verður frumfluttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×