Enski boltinn

Borini kominn aftur til Sunderland

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Borini við undirskrift.
Borini við undirskrift. Mynd/Twitter-síða Sunderland
Liverpool staðfesti  í dag að ítalski framherjinn Fabio Borini væri genginn í raðir Sunderland en Borini skrifaði undir fjögurra ára samning. Borini snýr því aftur á Leikvang Ljóssins eftir þriggja ára misheppnaða dvöl hjá Liverpool.

Borini sem gekk ungur að árum til liðs við Chelsea gekk til liðs við Liverpool frá Roma fyrir 13.3 milljónir evra náði aldrei takt í Liverpool treyjunni en hann lék aðeins 13 leiki í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu.

Eyddi hann næsta tímabili á láni hjá Sunderland þar sem hann skoraði mikilvæg mörk er Sunderland náði að bjarga sér frá falli. Þá skoraði hann eina mark liðsins í 1-3 tapi liðsins gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins.

Þrátt fyrir að Liverpool hafi samþykkt tilboð QPR og Sunderland í Borini síðasta sumar neitaði ítalski framherjinn báðum tilboðum en hann sagðist ætla að sanna sig hjá Liverpool. Tókst það ekki betur en að hann lék tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði aðeins eitt mark.

Talið er að Sunderland greiði Liverpool átta milljónir punda ásamt því að tvær milljónir punda séu árangurstengdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×