Íslenski boltinn

Borgunarmörkin í beinni í kvöld | Sýnt úr öllum leikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bikarmeistarar Vals eru komnir áfram í 16-liða úrslit.
Bikarmeistarar Vals eru komnir áfram í 16-liða úrslit. vísir/anton
Í kvöld kemur í ljós hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla á morgun.

Þrettán lið eru þegar komin áfram en síðustu þrír leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar fara fram í kvöld.

Þá mætir Pepsi-deildarlið Breiðabliks Kríu úr 4. deild á Valhúsavelli á Seltjarnarnesi, FH fær KF í heimsókn og á Samsung-vellinum í Garðabæ mætast Stjarnan og Víkingur Ó. í Pepsi-deildarslag.

Leikur Stjörnunnar og Víkings Ó. hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Strax eftir leikinn eru Borgunarmörkin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leikina í 32-liða úrslitunum.

Sýnt verður úr öllum 16 leikjunum, m.a. frá Sandgerði, Garði og Valhúsavelli. Auk þess verður að sjálfsögðu farið ofan í saumana á óvæntum sigri Selfyssinga á KR í gær.

Þessi lið eru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum: Vestri, Leiknir R., Grótta, Fram, Grindavík, ÍBV, Víðir, ÍA, Selfoss, Þróttur R., Fylkir, Víkingur R., Valur.


Tengdar fréttir

KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár

KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×