Innlent

Borgin vill friðun húsa sem rífa átti fyrir stjórnarráðið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hæstiréttur var áður til húsa í Lindargötu 3.
Hæstiréttur var áður til húsa í Lindargötu 3. Fréttablaðið/Heiða

Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, hefur í bréfi til húsameistara ríkisins lýst vilja borgarinnar um að þrjú gömul hús á stjórnarráðsreitnum fái að standa áfram á reitnum. Kemur fram í tilkynningu frá borginni að bréfið sé ítrekun á erindi borgarstjórans til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðsherra frá 12. febrúar 2014 sem hafi ekki enn verið svarað. Í erindinu til forsætisráðherra hafi verið bent á að borgarráð væri að endurskoða skipulag stjórnaráðsreitsins í ljósi hugmynda um að Listaháskóli Íslands kæmi sér þar betur fyrir.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi megi rífa fjögur steinhús á reitnum og þar af hafi eitt þeirra þegar verið rifið. „Í bréfinu til húsameistara segir að Reykjavíkurborg vilji eindregið að þau þrjú hús sem standa eftir á reitnum fái að standa jafnvel þótt það kalli á róttæka endurskoðun á hugmyndum um uppbyggingu í þágu stjórnarráðsins á reitnum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Húsin þrjú sem borgin vill halda eru Lindargata 3, hús Hæstaréttar sem hannað er af Guðjóni Samúels­syni, Lindargata 7, hús Jóns Þorsteinssonar sem hannað var af Einari Sveinssyni og friðað árið 2011, og Sölvhólsgata 13, sem hannað var af Einari Sveinssyni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×