Tónlist

Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, við undirritunina.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, við undirritunina. vísir/vilhelm
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna.

Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. 

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands.

Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×