Innlent

Borgin samræmir matseðla í skólum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Þessi mynd var tekin í mötuneyti Fossvogskóla fyrir nokkrum árum. Óskar Einarsson skólastjóri segir nýtt fyrirkomulag verða foreldrum til hægðarauka.
Þessi mynd var tekin í mötuneyti Fossvogskóla fyrir nokkrum árum. Óskar Einarsson skólastjóri segir nýtt fyrirkomulag verða foreldrum til hægðarauka. Fréttablaðið/Pjetur
Í vor tók skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrstu skref í átt að því að samræma matseðla í skólamötuneytum. Markmiðið er að öll börn í borginni fái sambærilega næringarríkar máltíðir og að hráefni í mötuneytum borgarinnar sé sambærilegt að gæðum. Næringargildi matarins á skólamatseðlunum hefur því verið reiknað út í samræmi við ráðleggingar landlæknis.

„Við væntum þess að í október geti skólar sýnt fram á næringarútreikninga,“ segir Herborg Svana Hjelm, rekstrarfræðingur í mötuneytisþjónustu hjá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.

Óskar Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla.
Sami matur hjá systkinum

Tilraunaverkefnið hófst í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Nú hafa Laugardalurinn og Háaleiti bæst við í hóp hverfa en eitt hverfi verður tekið í einu. Verkefnið nær ekki aðeins yfir grunnskóla heldur einnig leikskóla og frístundaheimili.

Óskar Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla, segir að þetta nýja fyrirkomulag sé foreldrum til hægðarauka. Ef foreldrar eiga til dæmis börn bæði í grunnskólanum Fossvogsskóla og gagnfræðiskólanum Réttarholtsskóla geta þeir gengið úr skugga um að börnin hafi fengið sama mat í hádeginu og því yrðu engin vandræði með innkaupin, ef börnin skyldu nú vilja mismunandi mat í kvöldmat.

„Þetta þýðir að í báðum skólum gæti verið kjöt á boðstólum á mánudaginn en fiskur á þriðjudaginn, svo dæmi sé tekið,“ segir Óskar Einarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×