Innlent

Borgin rukkaði í heimildarleysi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Reykjavík.
Í Reykjavík. vísir/Anton Brink
Kona sem látin var borga 10.500 króna afgreiðslugjald vegna fyrirspurnar til skipulagsyfirvalda í Reykjavík varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við íbúðarhús á að fá gjaldið endurgreitt. Umboðsmaður Alþingis segir borgina hafa skort heimild til að taka gjaldið.

Samkvæmt umfjöllun umboðsmanns er það starfsregla hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar að innheimta 10.500 króna gjald áður en fyrirspurnir eru teknar til skoðunar. Umboðsmaður benti á að aðeins væri heimilt að taka gjald ef breytingar þyrfti að gera á skipulagi eða gefa út framkvæmdaleyfi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×