Innlent

Borgin hyggst breyta Gufunesi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Breyta á notkun landsins í Gufunesi.
Breyta á notkun landsins í Gufunesi. Fréttablaðið/GVA
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkur hefur fengið heimild borgarráðs til að semja við Faxaflóahafnir um kaup á 20 hekturum lands í Gufunesi. Fyrirvari er um endanlegt kaupverð.

Viðræður hafa verið um kaupin á landinu sem skiptist á þrjár lóðir, meðal annars lóð Áburðarverksmiðjunnar. Borgin á öll hús á landinu. Lóðamat landsins er 211 milljónir króna.

„Kaupin eru liður í áformum Reykjavíkurborgar að breyta landnotkun á svæðinu í samræmi við núgildandi aðalskipulag,“ segir í greinargerð til borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×