LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 12:00

Strákarnir glutruđu niđur tveggja marka forskoti í Georgíu

SPORT

Borgin Homs rústir einar

 
Erlent
19:24 31. JANÚAR 2016
Heilu hverfi Homs eru gjörónýt.
Heilu hverfi Homs eru gjörónýt.

Eftir tæplega fimm ára átök eru skemmdirnar í Sýrlandi orðnar gífurlegar. Þar hefur borgin Homs komið hvað verst út. Rússneska fyrirtækið Russiaworks birti nýverið drónamyndband sem sýnir glögglega hve miklar skemmdirnar eru.

Talið er að minnst 250 þúsund manns hafi fallið í átökunum og hafa milljónir þurft að yfirgefa heimili sín.

Sjá einnig: Ótrúlegt drónamyndband af eyðileggingu í Sýrlandi

Bardagar í Homs hafa verið harðir. Frá 2011 til 2014 var hluti borgarinnar í höndum uppreisnarmanna og sat stjórnarherinn um borgina allan þann tíma. Umsátrið endaði með samkomulagi á milli uppreisnarmanna og hersins sem Sameinuðu þjóðirnar miðluðu. Enn berast þó reglulega fregnir af mannfalli borgara í borginni og nærliggjandi hverfum og þorpum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Borgin Homs rústir einar
Fara efst