Innlent

Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara.
Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm
Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara skrifuðu undir kjarasamning á fimmta tímanum í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, upplýsti um þetta í oddvitakappræðum helstu flokka sem sýnt var í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu á Vísi.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn kjósa um samninginn innan fárra vikna.Kennarasamband Íslands
Þetta staðfestir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara í samtali við Vísi. Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag.

Strax eftir helgi fer fram efnisleg kynning fyrir félagsmenn og í kjölfarið er gert ráð fyrir að kjörstjórn blási til atkvæðagreiðslu um samninginn eigi síður en 6. júní næstkomandi. Samningurinn er með gildistíma til 30. júní 2019.

„Þetta er algjörlega nýskeð og það er ekki gefið upp um efnisatriði samningsins fyrr en félagsmenn fá tækifæri til þess að kynna sér þetta,“ segir Þorgerður Laufey.

Samningsaðilar skrifuðu undir samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu.

Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×