Innlent

Borgin bjargi minjum

Svavar Hávarðsson skrifar
Þegar mest var réru 16 bátar frá Grímsstaðavör.
Þegar mest var réru 16 bátar frá Grímsstaðavör. vísir/vilhelm
Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur.

Í fréttatilkynningu félagsins er minnt á að langt fram eftir 20. öldinni var stundað útræði úr vörum á Reykjavíkursvæðinu. Flestar varirnar eru nú horfnar undir uppfyllingar og því fátt sem minnir á þennan þátt í atvinnusögu borgarinnar. Við Ægissíðuna í Reykjavík er hins vegar Grímsstaðavör sem er ein af sjö vörum við Skerjafjörð og sú þeirra sem lengst var róið frá.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×