Innlent

Borgarstjórn fundar í Gerðubergi í Breiðholti

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Breiðholtið. Skrifstofa borgarstjóra verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstu tvær vikurnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Breiðholtið. Skrifstofa borgarstjóra verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstu tvær vikurnar. Vísir/Stefán
Borgarstjórn Reykjavíkur mun funda í Breiðholti í dag en þetta er fyrsti reglulegi fundur borgarstjórnar í Reykjavík sem haldinn er utan fundarsals borgarstjórnar.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verði haldinn í Borgarbókasafni – menningarhúsi Gerðubergi. Fundurinn hefst klukkan 14 og stendur fram eftir kvöldi. Fundir borgarstjórnar eru opnir almenningi.

„Fundir borgarstjórnar fara reglulega fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun hafa aðsetur í Breiðholti næstu tvær vikurnar var ákveðið að færa fundinn upp í Breiðholt.

Frá stofnun bæjarstjórnar árið 1836 hafa fundir bæjar- og borgarstjórnar verið haldnir á sex stöðum, þ.e. í Landsyfirréttarhúsinu Austurstræti 22, í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti, í Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti, Skúlatúni 2 og Ráðhúsi Reykjavíkur. Tveir sameiginlegir fundir borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar hafa einnig verið haldnir á Akureyri.

Á dagskrá fundarins í dag er m.a. umræða um skýrslu starfshóps um móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Tillaga um stofnun starfshóps um aukinn hlut karlkynskennara í grunnskólum borgarinnar, tillaga um samráð við foreldra við ráðningar skólastjórnenda, umræða um Reykjavíkurhúsin og fleira.“


Tengdar fréttir

Borgarstjóri í Breiðholti næstu tvær vikurnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Breiðholtið. Skrifstofa borgarstjóra verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstu tvær vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×