Lífið

Borgarstjórinn tók á móti FKA konum

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Höfða í vikunni þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur tók formlega á móti félagskonum FKA sem stendur fyrir Félag kvenna í atvinnulífinu.

Að móttöku lokinni var félagskonum boðið að rölta yfir á eina stærstu auglýsingastofu landsins, PIPAR\TBWA, sem er staðsett í gamla Kaaber húsinu sem er steinsnar frá Höfða, nánar tiltekið í Guðrúnartúni 8.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að fletta albúminu í heild sinni.

Fka.is

Ingibjörg Guðmundsdóttir stjórnarkona í FKA með Degi.
Iðunn Jónsdóttir hjá Norvik ásamt Bryndísi Sigurðardóttur og Sigríði Helgu Sveinsdóttur í Hjarðarbóli.
Fjóla Fiðriksdóttir, Aðalheiður Karlsdóttir og Aðalheiður Héðinsdóttir.
Inga Sólnes sem rekur Gestamóttökuna ásamt konunum á bak við borgarstjórann Önnu Kristinsdóttur móttökufulltrúa Reykjavíkurborgar og Huldu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×