Innlent

Borgarstjóri vill stækka við sig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill bæta sólstofu og svölum við húsið sitt á Óðinsgötu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill bæta sólstofu og svölum við húsið sitt á Óðinsgötu. vísir/ernir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur lagt fram fyrirspurn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík varðandi byggingu sólstofu við hús sitt og fjölskyldu hans við Óðinsgötu 8B. Var fyrirspurnin tekin fyrir á fundi afgreiðslufundar skipulagsstjóra fyrir viku en þá var hún lögð fram í annað skiptið með umsögn skipulagsfulltrúa sem var jákvæð að því er fram kemur í fundargerð.

Í samtali við Vísi segir Dagur að breytingarnar á húsinu tengist að vissu leyti starfsemi verslunarinnar Frú Laugu sem í opnaði í kjallara hússins í vetur.

„Við erum núna að bæta við hurð á vesturhliðinni til að bæta aðgengi fatlaðra að búðinni. Hurðin er í smíðum og ég þori ekki að lofa hvenær hún verður tilbúin en það verður einhver tímann í sumar. Í tengslum við þessar breytingar fannst okkur síðan svolítið góð hugmynd að gera svona gróðurskála undir svölunum sem leyfi er fyrir að gera en það hvort að gróðurskálinn verður settur upp ræðst af því hvort við fáum leyfi skipulagsyfirvalda,“ segir Dagur.

 

Í fundargerð skipulagsstjóra kemur fram að garðskálinn verði með aðgengi að versluninni í kjallaranum. Dagur segir hins vegar ekki liggja fyrir hvort að eigendur Frú Laugu verði þar með ræktun eða hann sjálfur og fjölskylda.

„Það á bara eftir að koma í ljós. Fyrst þurfum við að fá leyfi skipulagsyfirvalda og það ferli er bara í vinnslu,“ segir Dagur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×