Erlent

Borgarstjóri í Líbíu drepinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ófriður hefur um árabil ríkt í Líbíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ófriður hefur um árabil ríkt í Líbíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Mohamad Eshtewi, borgarstjóra Misrata, þriðju stærstu borgar Líbíu, hefur verið rænt og er hann sagður hafa verið drepinn.

Frá þessu greinir ónafngreindur heimildarmaður innan lögreglu í samtali við AFP.

Lík mannsins fannst á götu eftir að honum hafði verið rænt af óþekktum hópi manna þegar hann yfirgaf flugvöll borgarinnar sem er að finna í vesturhluta hins stríðshrjáða lands.

Talsmaður sjúkrahússins í Misrata hefur staðfest að borgarstjórinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið og að hann hafi verið með skotsár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×