Erlent

Borgarstjórar vilja banna dísel-bíla í stórborgum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
París er ein af þeim borgum sem um ræðir.
París er ein af þeim borgum sem um ræðir.
Borgarstjórar Parísar, Mexíkóborgar, Madrídar og Aþenu stefna að því að dísel-bílar verði bannaðir í borgunum innan næstu tíu ára.

Segja þeir að þetta sé gert til þess að bæta megi loftgæði í borgunum. Hafa þeir einnig heitið því að ýta undir umhverfisvænni ferðamáta og er þar sérstaklega horft til þess að ýta undir göngu og hjólreiðar.

Þetta kom fram á fundi borgarstjóra um umhverfismál í Mexíkó-borg. Vandamál með loftgæði eru vel þekkt í borgunum fjórum og hafa umhverfissamtök barist fyrir því dísel-bílar verði bannaðir í borgunum svo bæta megi loftgæðin í borgunum.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugað bann á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×