Innlent

Borgaði hundrað þúsund króna hraðasekt á staðnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Maðurinn staðgreiddi sektina.
Maðurinn staðgreiddi sektina.
Portúgalskur ferðamaður staðgreiddi tæplega hundrað þúsund króna hraðasekt þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi, nálægt Selfossi um helgina.

Maðurinn var á 154 kílómetra hraða og er sektin við því hundrað og þrjátíu þúsund krónur. Hann fékk tuttugu og fimm prósenta staðgreiðsluafslátt og borgaði því alls níutíu og sjö þúsund og fimm hundruð krónur með kreditkorti. Lögreglan er með posa í bílum sínum og geta því tekið við greiðslum með kortum.

Lögreglan segir manninn hafa verið afar rólegan þegar hann var gripinn við hraðaksturinn. Hann sagðist hafa gleymt sér og ekki athugað hversu hratt hann ók. Hámarkshraði á hraðbrautum Portúgals eru hundrað og tuttugu kílómetrar á klukkustund svo hann hefði einnig verið sektaður í heimalandinu. Hæstu hraðasektir í Portúgal eru um tvö hundruð þúsund krónur og þar í landi er algengt að sektir séu greiddar á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×